5.7.2013 | 18:20
Ekki alltaf eins ....
Það sem er skemmtilegt við alla vinnu er að hafa fjölbreytni. Mig langaði ekkert til að vera BARA bundin yfir akstri eldri borgara og komast ekkert í ferðamannakeyrslu út um land. Svo ég söng eitt lítið kvörtunarlag fyrir skrifstofustjórann og sendi hann mig þá um hæl í ferð á föstudagskvöldi.
Rútan sem ég átti að keyra tekur um 53 farþega og farþegarnir voru starfsmenn Sunnuhlíðar !!!!
Þau voru í svona skemmtiferð og fóru í Grindavík til að borða kvöldverð á Saltfisksetrinu. Vertinn þar bauð mér að setjast til borðs með hópnum og maturinn var af hlaðborði .... mjög góður. Í lok máltíðar stóð ég upp frá borðum og settist afsíðis, því hópurinn var með tilbúin skemmtiatriði sem slógu alveg í gegn og fólk átti þarna mjög fína kvöldstund.
Ég fór smá rúnt með þau um bæinn, því þessa helgi var bæjarhátíðin þeirra Grindvíkinga og margt um manninn á bryggjusvæðinu og tjaldstæðinu.
Ferðin gekk vel og allir sluppu ómeiddir heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2013 | 18:06
Nýr starfsvetvangur 2013
Í allmörg ár hefur hugurinn leitað að einhverju nýju til að takast á við. Að læra eitthvað nýtt og prófa að breyta til.
Ekki nennti ég í langt og strangt nám, en hafði lengi látið mig dreyma um að keyra rútu .... afi tók mig svo oft með í rútuakstur þegar ég var telpa að ég hef örugglega smitast !!!
Í vor eygði ég möguleika á að hafa tíma og aura til þess að taka meiraprófið og lét slag standa. Námið tók minna á en ég hafði reiknað með .... eða kannski er ég bara svona klár.
Ég sótti um hjá nokkuð mörgum rútubílaútgerðarfyrirtækjum og TEITUR var það fyrsta sem bauð mér vinnu. Fyrst í stað var vinnan fólgin í því að sækja eldri borgara kl 8 á morgnana og keyra þau í Sunnuhlíð þar sem er dagvist. Klukkan 3 á daginn eru þau svo sótt aftur þar og keyrð heim. Þeir einstaklingar sem ég kynntist í þessari vinnu í 5 vikur eða svo voru alveg yndislegt fólk og bara gaman að hafa umgengist þau og þjónað þeim. En hugurinn stefndi í aðrar áttir.
Á myndinni er litla rútan sem notuð er í þessa flutninga, en ég gat stundum skroppið aðeins heim ef ég hafði gleymt einhverju eða þurfti að keyra Hörpu í vinnuna :)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)