Hætt hjá Teiti.

Ég var búin að tilkynna það að ég vildi hætta hjá Teiti og síðasti dagurinn átti að vera föstudagurinn 21. júní. Þá var ég búin að setja nýjan starfsmann inn í Sunnuhlíðarbílinn og sjálf búin að fá loforð um vinnu hjá Reyni Jóhannssyni á Akranesi.  Ég kvaddi alla á stöðinni hjá Teiti um hádegi og þakkaði fyrir mig.

Klukkan 4 sama dag hringir Ágúst Ísfeld í mig:  Gróa, hvernig ertu á morgun? Jú, ég er örugglega góð á morgun, segi ég.  Já, það er hópur af stelpum að fara að gæsa vinkonu og þær biðja nebblega um HRESSAN og SKEMMTILEGAN bílstjóra !!!!!  Geturðu tekið þetta?  Auðvitað get ég það :)

Þetta var skemmtilegur dagur sem byrjaði kl 12.30 þegar ég sótti hópinn í íþróttahúsinu við Smáraskóla. Þaðan var varið í dansskóla og snæddur léttur hádegisverður og svo dansað súmba og allt hvað þetta nú heitir. Eftir það var farið í Smáralindina og þar fóru stelpurnar í Ævintýragarðinn en ég settist bara í stól á ganginum. Koma þá ekki mamma og pabbi labbandi, en pabbi var búinn að vera að undirbúa að tengja heitan pott á pallinum hjá mér. Gylfi Björgvin var að hjálpa til þennan dag og boraði gat í sökkulinn á húsinu til að koma frárennslinu úr pottinum í rétta grein.

Gæsin spjallar við ma+pa

 Við fengum okkur kaffi þarna í Smáralindinni og settumst svo út í sólina. Þegar stelpuhópurinn kom svo út, þá var gæsin að sníkja klink af fólki og mamma og pabbi áttu eitthvað lítið af klinki en vildu endilega gefa henni fimmhundruðkall. Þar með átti ég yndislegustu foreldra í heiminum .... :) eins og ég hafi ekki vitað það ???? 

 Jæja, áfram hélt partýið og nú var keyrt í heimahús til að ná í batterí í videovél, en svo var haldið niður í miðbæ Reykjavíkur. Ég hleypti þeim út við Austurvöll og hitti þær svo aftur við Bæjarins Bestu klukkutíma síðar en þá höfðu þær farið inn í Kolaportið líka.

 

Svo var kominn tími að fara með gæsina í beina útsendingu á Bylgjunni hjá Sigga Hlö. Akkúrat þegar við vorum að keyra að húsinu var hringt inn í útsendinguna og pantað lag .... það var þá væntanlegur brúðgumi gæsarinnar okkar :)

Eftir útsendingu á Bylgjunni keyrðum við niður í Nauthólsvík og þar löbbuðu þær um svolitla stund, en svo keyrði ég þær suður í Hafnarfjörð og skildi við þessar skemmtilegu stelpur. Tvær vildu fá símanúmerið mitt til að geta pantað þennan frábæra bílstjóra aftur seinna !! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband