Aukakeyrslan

Yfirleitt fékk ég enga aukavinnu á kvöldin virka daga, en það kom fyrir um helgar að ég fékk smá að gera.  

T.d. var það laugardag einn að ég mætti um hádegi í Ármúlann og sótti 9 manns af ákveðnum vinnustað þar, en þau voru að eyða deginum í að "lyfta sér upp" og "efla liðsandann" eins og svona lagað heitir. Við keyrðum svo austur og fórum Þrengslin, því á sandinum á leið austur að Ölfusárósi er skotsvæði þar sem þau voru búin að panta að skjóta 10 leirdúfur á mann.

Einhverjir hittu eina eða tvær, einhverjir hittu enga en sá sem hitti flestar stútaði 7 stk.

kajakSvo keyrðum við á Stokkseyri og þau fóru á sjoppuna þar að fá sér að borða. Ætluðu að kíkja í draugasetrið, en það var víst ekki hægt.  En kl 4 áttu þau pantað kajaksiglingu rétt við sundlaugina á Stokkseyri. Tvær af stelpunum fóru nú ekki í það ævintýri, en þegar hersingin kom til baka blaut og hrakin fóru þau öll í sund og skríktu og hlóu.

En eftir þetta allt, var mamma eins stráksins búin að elda humarsúpu heima hjá sér og þangað héldum við. Mér var boðið inn í súpu sem var alveg snilldar-gómsæt hjá konunni. Svo var ekið til baka til Reykjavíkur og fór hópurinn í heimahús til að halda áfram að skemmta sér saman. Þar kvaddi bílstýran hópinn og sumir krakkarnir föðmuðu mig að skilnaði.

 

Daginn eftir, sunnudaginn 9.júní skyldi ég vera komin kl 8 um morguninn við skála í Bláfjöllum að sækja gönguhóp þar sem þau skildu eftir bílana sína.  Mér var nú ekkert sagt hvar þessi skáli ætti að vera og því keyrði ég upp í Bláfjöll og kíkti við alla skálana þar, en sá engan hóp bíðandi eftir mér. Sem betur fer var ég með símanúmer og hringdi í konuna. Skáli  Ég átti þá alls ekkert að vera upp í Bláfjöllum, heldur væri Slysavarnarskýli á veginum milli Bláfjallavegarins og Hafnarfjarðar.  Jæja ég bara sneri við á punktinum og keyrði spöl til baka, fann afleggjarann og brunaði eftir malarvegi eins greitt og ég þorði.  Á gjörsamlega réttum tíma (eða kannski 5 mínútum of seint) var ég kominn á réttan stað og fólkið rann inn í rútuna.  Keyrði ég nú með hópinn í Krýsuvík og áfram niður að Suðurstrandarvegi, í Vogsósa, en þar ætluðu þau að byrja gönguna yfir í bílana sína aftur.

T-BÆR

 

Eftir að hafa hleypt þeim út úr bílnum, keyrði ég niður í hverfið við Strandakirkju og kom í kaffihúsið þar. Fékk þar kaffibolla og smá spjall eftir að hafa notað þar klósettið fyrst.

 

 

 

 

Eitt kvöldið í vikunni þarna á eftir var ég send á bíl upp í Borganes því það þurfti að skipta á bílum við hóp. Hreinn Smári var þar og ég keyrði svo með honum í bæinn á algjörum trukk !!!

Næst-síðasta vinnudaginn hjá Teiti var ég svo send til að keyra fótboltastelpur úr HK til Selfoss að keppa. Þær unnu sem betur fer leikinn :)  bara gaman að því !! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband